Í gæsluvarðhald til 28. desember

Síðasta ránið, sem maðurinn er grunaður um, var framið í …
Síðasta ránið, sem maðurinn er grunaður um, var framið í Apóteki Suðurnesja.

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að gæsluvarðhald skuli framlengt yfir erlendum karlmanni, sem grunaður er um að að hafa rænt fjög­ur apó­tek á síðastliðnum rúmum tveim­ur mánuðum.

Þetta staðfestir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Samkvæmt úrskurðinum sætir maðurinn gæsluvarðhaldi fram til 28. desember næstkomandi. Þeim úrskurði hefur þó verið áfrýjað til Hæstaréttar og má vænta niðurstöðu hans fljótlega.

Huldi and­lit sitt, vopnaður hníf

Fyrsta ránið, sem maður­inn er grunaður um að hafa framið, átti sér stað í bíla­apó­tek­inu í Kópa­vogi 26. sept­em­ber, eins og mbl.is greindi frá sam­dæg­ursMaður sem huldi and­lit sitt kom þar inn vopnaður hníf og ógnaði starfs­fólki, sagði Gunn­ar Hilm­ars­son, aðal­varðstjóri í Kópa­vogi.

Rúm­ur mánuður leið þar til næst var framið rán í apó­teki hér á landi, en það var 5. nóv­em­ber í Suður­veri í Reykja­vík. Þar ógnaði grímu­klædd­ur maður starfs­fólki með hníf, en að sögn lög­reglu hafði maður­inn á brott með sér bæði lyf og pen­inga.

Þá var hann sagður hafa verið í ann­ar­legu ástandi og taldi lög­regla að hann hefði kom­ist í burtu fót­gang­andi.

Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík.
Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi

Degi síðar greindi mbl.is frá því að rann­sókn máls­ins væri í járn­um. Lög­regla hafði þá haft einn und­ir grun en sá reynd­ist ekki sekur.

Aðeins fjór­um dög­um eft­ir ránið í Suður­veri, eða að kvöldi dags ní­unda nóv­em­ber, var par hand­tekið á flótta eft­ir rán í Apó­teki Ólafs­vík­ur. Var bif­reið pars­ins stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi skammt frá Haffjarðará, en lög­reglu­menn á Akra­nesi höfðu verið kallaðir út til að keyra á móti par­inu og stöðva það, sem þeir gerðu. Kon­an var þá sögð ís­lensk.

Hand­tekinn á Suður­nesj­um

Ólaf­ur Guðmunds­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi, sagði þá í sam­tali við mbl.is að maður­inn hefði ógnað starfs­fólki apó­teks­ins með hníf og náð að taka á brott með sér lyf.

Loks var maðurinn, ásamt konu, hand­tekinn eft­ir vopnað rán í Apó­teki Suður­nesja við Hring­braut í Kefla­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert