Innflutningurinn ráðandi

Íslendingar kaupa um 40 þúsund tré fyrir jólin.
Íslendingar kaupa um 40 þúsund tré fyrir jólin. mbl.is/Golli

Sé mið tekið af fyrri árum má ætla að Íslendingar kaupi 40 þúsund tré fyrir þessi jól, sem verða svo að skreyttum stofudjásnum.

Af þeim eru ¾ innflutt, að stærstum hluta normannsþinur frá Danmörku. Innlendi hlutinn er þó heldur að stækka, en skógar landsins skila sífellt meiru.

Í Heiðmörkinni er til dæmis selt rauð- og blágreni sem fengið er frá bændum á Fljótsdalshéraði. Af öðrum íslenskum skógum þar sem jólatré eru fengin má til dæmis nefna Hallormsstað, Kjarna við Akureyri, og Skorradal í Borgarfirði. Þá kemur drjúgt af Suðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert