Manni haldið föngnum

Lögreglubílar og sjúkrabíll við Fellsmúla í dag.
Lögreglubílar og sjúkrabíll við Fellsmúla í dag. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með viðamikinn viðbúnað við fjölbýlishús við Fellsmúla í Reykjavík en þegar mest var voru fimm lögreglubílar og einn slökkviliðsbíll á staðnum að sögn sjónarvotts. Að hans sögn hefur að minnsta kosti einn verið handtekinn í aðgerðinni.

Ekki fengust upplýsingar frá lögreglunni eða slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um tilefni aðgerðanna. 

Uppfært 14.28:

Samkvæmt heimildum mbl.is var manni haldið í gíslingu. Lögreglan hefur leyst hann úr gíslingu. 

Lögreglan staðfestir að málið sé rannsakað sem sakamál.

Uppfært 14:45:

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var manninum haldið föngnum í íbúð í tvo sólarhringa en náði svo að klifra milli svala í blokkinni yfir á svalir nágrannans og biðja þannig um hjálp. 

Lögregla fjölmennti á staðinn og var maðurinn sem hafði verið haldið föngnum fluttur á slysadeild í kjölfarið. Verður hann yfirheyrður seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert