Móta almenningssamgöngur

Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla í samstarf um að efla …
Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla í samstarf um að efla samgöngur. mbl.is/Ómar

Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla í samstarf um næstu skref við mótun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem nefnist Borgarlínan. Samkomulagið verður undirritað á morgun á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Sveitarfélögin sex sem um ræðir eru: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. 

Samkomulagið byggir á þróun og þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040, sem felst meðal annars í að bæta almenningssamgöngur á tímabilinu.

Gert er ráð fyrir að við árslok 2017 verði búið að ákveða hvar Borgarlínan muni liggja í aðalskipulagi sveitarfélaganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert