Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin í dag

Hafnargata í Reykjanesbæ þar sem eldurinn kviknaði á tveimur stöðum …
Hafnargata í Reykjanesbæ þar sem eldurinn kviknaði á tveimur stöðum á efstu hæð hússins. mbl.is/Hallur

Ekki hefur enn verið tekinn ákvörðun um það hvort farið verði fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konunni sem handtekinn var í gær, vegna gruns um að hún hefði kveikt í fjölbýlishúsi við Hafnargötuna í Reykjanesbæ í fyrrinótt.

Lögreglan á Suðurnesjum segir skýrslutöku og rannsókn málsins nú í fullum gangi. Konan hafi verið yfirheyrð og aðrir sem tengjast málinu og tekin verði afstaða til þess síðar í dag hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi.

Íbúar urðu að yfirgefa húsið í miklum flýti þegar eld­ur­inn braust út, en um 30 manns búa í hús­inu og er hluti íbúa fjöl­skyld­ur úr hópi hæl­is­leit­enda sem dvelja í hús­inu á veg­um Reykja­nes­bæj­ar. 

Frétt mbl.is: Bíll brann við sama hús í sumar

Rannsókn lögreglu beindist fljótt gegn konunni, sem er á fer­tugs­aldri. Fyrr­ver­andi kær­asti kon­unn­ar er íbúi í hús­inu og er talið að meint íkveikja hennar hafi beinst gegn hon­um.

Greint var frá því á mbl.is is gær að kviknað hafi í bíl við þetta sama hús síðasta sumar og að þá hafi einnig verið grunur um íkveikju.

Frétt mbl.is: Kona í haldi grunuð um íkveikju

Frétt mbl.is: 4 börn í brunanum í Reykjanesbæ

Frétt mbl.is: 8 á sjúkrahús eftir bruna í Reykjanesbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert