Byggt verður á opnu svæði við Hraunbæ

Landræman milli Hraunbæjar og Bæjarháls hefur verið byggð upp í …
Landræman milli Hraunbæjar og Bæjarháls hefur verið byggð upp í áföngum allt frá árinu 1990. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur auglýst verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, er varðar landnotkun á svæði milli Bæjarháls og Hraunbæjar.

Í fyrirhugaðri breytingu felst að opnu svæði verður breytt í íbúðabyggð og skilgreindur verður ákveðinn fjöldi íbúða sem heimilt verður að byggja á svæðinu. Athugasemdafrestur er til 5. janúar 2017.

Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur er staðsett opið svæði norðan við íbúðabyggðina við Hraunbæ. Svæðið sem um ræðir er hluti af landskika sem afmarkast af Bæjarhálsi til norðurs og Hraunbæ til suðurs, en opna svæðið er austasti hluti landskikans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert