Drengurinn ekki sendur út 4. desember

Enn er verið að vinna í máli íslenska drengsins sem norsk barnaverndaryfirvöld hafa forræði yfir og vilja fá út. Amma drengsins hefur sagt á Facebook að hann verði ekki sendur út 4. desember, líkt og kveðið er á um í dómi Hæstaréttar.

mbl.is ræddi við Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, í gær. Þá sagði hann að verið væri að vinna í málinu og keppast að því að finna lausn fyrir 4. desember. Hann gæti ekki tjáð sig frekar um málið.

Amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, hefur hins vegar tjáð sig um stöðuna í Facebook-hópnum Baráttan um barnið! og segir ljóst að drengurinn verði ekki sendur úr landi 4. desember. Tekur hún í sama streng og Bragi, og segir að verið sé að vinna í málinu.

Frétt mbl.is: Allt reynt fyrir litla drenginn

Drengurinn er fæddur árið 2011. Árið 2013 flutti móðir hans með hann til Noregs en sama ár hófu þarlend barnaverndaryfirvöld afskipti af fjölskyldunni. Fyrr á þessu ári var móðirin svipt forræði en hún hefur kært þann úrskurð.

Frétt mbl.is: Pattstaða í máli litla drengsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert