Fimm flokkar ekki eini möguleikinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á skrifstofu Guðna í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

„Við ætlum að ræða stöðuna,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann mætti til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á skrifstofu hans við Sóleyjargötu í Reykjavík í morgun aðspurður hvað hann ætlaði að ræða við forsetann. 

„Ég ætla að ræða við hann um það að ég tel að það séu enn opnir möguleikar fyrir annað heldur en fimm flokka stjórn,“ sagði Bjarni ennfremur. Forsetinn hyggst ræða við forystumenn allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi í dag vegna mögulegrar stjórnarmyndunar en viðræður á milli þeirra hafa ekki enn leitt til nýrra formlegra viðræðna í þeim efnum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mætir næst klukkan 10:30 samkvæmt áætlun, þá Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, síðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þá Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og loks Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert