Finnur fyrir sterkara gengi

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline.
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline. mbl.is/Golli

„Það er nokkuð ljóst að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki munu ekki skila jafngóðri afkomu 2016 og þau gerðu 2015,“ sagði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline. Hann sagði að ekki hefði borið á afbókunum hjá þeim vegna hækkandi verðlags hér á landi og kvaðst Þórir ekki eiga von á þeim á þessu ári.

„En þegar við kynnum erlendum ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum verðskrá ársins 2017 þykir þeim Ísland hafa hækkað svolítið mikið á milli ára. Hækkunina má að verulegu leyti rekja til styrkingar krónunnar. Hún er farin að vinna gegn okkur,“ segir Þórir í Morgunblaðinu í dag.

Hann taldi að þegar verðskrár ársins 2016 voru ákveðnar hefði oft verið miðað við að evran kostaði 140-145 krónur. Nú sé gjarnan miðað við að 110-120 krónur fáist fyrir hverja evru á næsta ári. Þórir sagði að miklar launahækkanir hefðu aukið kostnað ferðaþjónustufyrirtækja. Gengisstyrking krónunnar vægi þó enn þyngra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert