Fjórða mælistöðin sett upp í Reykjanesbæ

Kísiljárnsver United Silicon í Helguvík. Mikil umræða hefur verið undanfarið …
Kísiljárnsver United Silicon í Helguvík. Mikil umræða hefur verið undanfarið um reyk- og lyktarmengun frá verkskmiðjunni.

Ný mælistöð verður sett up í Heiðarhverfi í Reykjanesbæ til að betur megi fylgjast með loftgæðum í bæjarfélaginu. Þetta tilkynntu fulltrúar Umhverfisstofnunar á bæjarráðsfundi í gær. Ákvörðunin var tekin í kjölfar gagnrýni á staðsetningu núverandi loftgæðamælistöðva í kringum kísilverksmiðju United Silicon og vegna kvartana frá bæjarbúum.

Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ segir að bæjarráð hafi einnig lýst yfir áhyggjum sínum af menguninni og ljóst þyki að frávik hafi orðið á viðmiðum verksmiðjunnar í Helguvík.

Frétt mbl.is: Hvaðan lagði reykinn?

Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að loftgæðaeftirlit í bænum verði hert með nýju nýrri mælistöð Umhverfisstofnunar í Heiðarhverfi. Þar með verða mælisstöðvarnar í bænum orðnar fjórar og eru staðsettar í Heiðarhverfi, Leiru, við Mánagrund og Fuglavík.

Jafnframt er stefnt að því að halda íbúafund um loftgæðismál og iðnaðaruppbyggingu í Helguvík á næstu vikum, m.a. með fulltrúum frá Umhverfisstofnun og vonast bæjaryfirvöld til að það náist fyrir jól, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert