Hægt að láta gott af sér leiða í ljótri peysu

Eiga ekki allir jólapeysu?
Eiga ekki allir jólapeysu? Mynd/Eydís Sigurðardóttir

Við erum í fjórða skipti með jólapeysuátakið okkar sem er alltaf skemmtilegt í bland við það að við erum að safna fyrir alvarlegum málefnum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheill - Save the Children á Íslandi, í samtali við mbl.is. Í ár er safnað fyrir sýrlenskum börnum sem eiga um sárt að binda í og við Sýrland. 

Í Jólapeysunni er keppt í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum, sem eru að finna á jolapeysan.is.

Til að taka þátt er nóg að merkja myndina/myndbandið með #jolapeysan á samfélagsmiðlum og skora á þrjá aðra að gera hið sama – og láta gott af sér leiða með því að styðja sýrlensk börn.

Til að styðja átakið þarf að senda sms-ið „3“ í söfnunarnúmerin 903 1510, 903 1520 og 903 1550, og þú styður um 1.000 kr., 2.000 kr eða 5.000 krónur.

Improv Ísland hópurinn tekur þátt með fyndnum vídeóum þar sem þau svara nokkrum spurningum -  eitt myndband birtist á hverjum degi í jóladagatalinu frá 1-10. des. Þau er að finna á jolapeysan.is og á Facebook síðunni https://www.facebook.com/Jolapeysan/.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert