Hafa beðið eftir skýrslu lögreglu

Byggingakraninn féll í miðbæ Reykjavíkur.
Byggingakraninn féll í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Vinnueftirlitið reiknar með að geta lokið við umsögn sína um fall byggingakrana í miðbæ Reykjavíkur í september í næstu viku en beðið hefur verið eftir skýrslum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til þess að geta klárað þá vinnu.

Frétt mbl.is: Krani féll á nýbyggingu í Hafnarstræti

Þetta segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í samtali við mbl.is. Áður hafði eftirlitið skilað af sér umsögn til bráðabirgða en í skýrslum lögreglunnar er meðal annars gerð grein fyrir þeim yfirheyrslum sem fram hafa farið vegna málsins.

Lögregluskýrslurnar liggja fyrir en eftir að umsögn Vinnueftirlitsins liggur fyrir fær lögreglan málið aftur í hendur og verður í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort til þess kemur að ákærur vegna málsins verði gefnar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert