Íbúar boðaðir til fundar

Kísiljárnsverið í Helguvík.
Kísiljárnsverið í Helguvík.

Reykjanesbær og Umhverfisstofnun stefna að því að halda sameiginlega íbúafund um vandamálin sem komið hafa upp vegna gangsetningar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Fundurinn verður haldinn fyrir jól og þar verða fulltrúar beggja fundarboðenda til svara.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar með fulltrúum Umhverfisstofnunar í gær kom einnig fram að Umhverfisstofnun mun setja færanlega mælastöð sem hún hefur afnot af upp í Heiðarhverfi sem liggur næst iðnaðarsvæðinu, væntanlega í nágrenni við Heiðarskóla.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri segir að ástandið sé að skána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert