Mikill vöxtur í vefversluninni

Heimkaupum er stærsta vefverslunin á Íslandi.
Heimkaupum er stærsta vefverslunin á Íslandi.

Vefverslun færist mjög í vöxt hér og erlendis. Allir landsmenn eiga þar aðgang að sama vöruvali og svipuðu vöruverði.

„Vefverslun vex jafnt og þétt hjá okkur. Þeir flokkar sem vaxa mest eru snyrtivörur og gjafavara ýmiskonar. Þetta eru reyndar ekki stærstu vöruflokkarnir,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Heimkaup.is, í umfjöllun um vöxt vefverslunar í Morgunblaðinu í dag.

Erlendar netverslanir eru stærstu keppinautar Heimkaup.is, að sögn Guðmundar. Hann segir að styrking krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum kæmi Heimkaup.is ekki illa nema þegar verslunin eða birgjar hennar sitja uppi með vörubirgðir sem keyptar voru á hærra gengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert