VG bætir verulega við sig

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups eða 28% sem er einu prósentustigi minna en flokkurinn hlaut í þingkosningunum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er sem fyrr annar stærsti flokkurinn en flokkurinn bætir hins vegar við sig miklu fylgi. Mælist með 21% miðað við 15,9% í kosningunum.

Fylgi Pírata heldur áfram að lækka og er nú 13,7% en flokkurinn fékk 14,5% í þingkosningunum. Píratar mældust með 17,9% fylgi í síðustu könnun Gallup sem gerð var fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn er með 9%, Viðreisn með 8,9% og Björt framtíð 8,6%. Framsóknarflokkurinn fékk 11,5% í kosningunum, Viðreisn 10,5% og Björt framtíð 7,2%.

Fylgi Bjartrar framtíðar eykst þannig en fylgi bæði Framsóknarflokksins og Viðreisnar dregst saman. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 5,3% miðað við 5,7% í kosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert