Vonar að fyrirheitin gangi eftir

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist vera vongóður um að fyrirheit stjórnmálamanna um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar fyrir kosningar gangi eftir.

Þetta skrifar hann í pistli á vefsíðu spítalans í tilefni þess að ákveðið hefur verið að kalla þing saman 6. desember.

Hann segir ljóst af hálfu Landspítala að sú ríkisfjármálaáætlun sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram og fjárlög byggja væntanlega á muni ekki brúa það bil sem er á milli þeirrar þjónustu sem spítalinn veitir og þess kostnaðar sem af þjónustunni hlýst.

„Þetta hef ég margrætt í ræðu og riti, nú síðast á sjónvarpsstöðinni Hringbraut,“ skrifar Páll í pistli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert