Arnaldur efstur

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. mbl.is/Árni Sæberg

Petsamo, nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er söluhæsta bók síðustu viku, samkvæmt lista sem Félag íslenskra bókaútgefenda birti í gær. Hún er líka söluhæsta bók ársins hingað til.

Á Bóksölulistanum er Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur í öðru sæti og Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason í þriðja sæti.

Söluhæstu ævisögur eru Tvísaga: móðir, dóttir, feður eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Elsku Drauma mín eftir Vigdísi Grímsdóttur og Heiða - fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert