Geta ekki lent sjúkraflugvélum

Aðstæður á flugbrautinni í Neskaupstað eru ekki til fyrirmyndar eins …
Aðstæður á flugbrautinni í Neskaupstað eru ekki til fyrirmyndar eins og sakir standa. Kort/map.is

Verktakar á vegum Landsnets grófu fyrir mánuði skurð þvert yfir flugbrautina í Neskaupstað þegar unnið var að eflingu flutningsgetu rafmagns frá Eskifjarðarlínunni yfir í aðveitustöðina í Naustahvamm í Norðfirði. Hefur flugbrautin verið ófær í mánuð vegna þessa og ekki hægt að lenda vélum í sjúkraflugi á vellinum.

Þetta kemur fram á austurfrett.is

Haft er eftir Guðmundi H. Sigfússyni, slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð, að búið sé að reyna að laga þetta, en mistökin séu þau að ganga ekki frá þessu almennilega strax. 

Hann bendir á að sjúkraflutningar hafi aukist mikið að undanförnu. Nú þurfi að lenda með sjúklinga á Egilsstöðum og flytja þá til Neskaupstaðar í sjúkrabíl sem lengi ferðalagið um einn og hálfan tíma. Hann bendir enn fremur á að Oddskarðið sé ekki alltaf gott yfirferðar og ástand sjúklinga sé misjafnt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert