Bræður slógust í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar í heimahús í Hafnarfirði um klukkan 6.45 í morgun þar sem tveir bræður voru að slást.

Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa en hinn var fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.

Klukkan rúmlega fimm í nótt var tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Hringbraut í Reykjavík. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Um svipað leyti var ökumaður stöðvaður í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæjar og Álftaness, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess fundust fíkniefni í bifreiðinni, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert