Þrjú skotin til bana í Finnlandi

Staðurinn þar sem skotárásin var gerð.
Staðurinn þar sem skotárásin var gerð. Ljósmynd/Skjáskot af vef Yle

Þrjár manneskjur voru skotnar til bana fyrir utan veitingastað í finnska bænum Imatra í Suður-Karelíu í Finnlandi í nótt.

Samkvæmt finnsku fréttastofunni Yle hefur einn verið handtekinn, grunaður um verknaðinn.

Skotárásin var gerð um miðnætti að staðartíma. Fréttamaður Yle, Vesa Winberg, var staddur skammt frá veitingastaðnum. Um tvöleytið í nótt kvaðst hann hafa séð þrjú lík hulin hvítum ábreiðum á gangstéttinni fyrir framan veitingastaðinn.

Lögregla og tæknilið eru að störfum á svæðinu.

Winberg hefur það eftir vitnum að tvær konur og einn karl hafi verið skotin til bana með haglabyssu.

„Fólk er í losti. Það grætur og skilur ekki hvað gerðist,“ sagði Winberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert