Yfir fimmtíu sjúkraflutningar í nótt

Slökkviliðið sinnti yfir 50 útköllum í nótt.
Slökkviliðið sinnti yfir 50 útköllum í nótt. mbl.is

Nóttin var erilsöm hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu sjúkraflutningar voru farnir, sem er mjög mikið að sögn slökkviliðsins því venjulega eru farnir um 25 til 35 flutningar á þessum tíma.

Um helmingurinn var forgangsflutningar, sem telst einnig vera mjög mikið. Megnið af þeim voru farnir vegna bráðaveikinda í heimahúsum.

Þar fyrir utan fór slökkviliðið í þrjú útköll á dælubílum og því var nóg að gera í alla nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert