Fékk umboð til formlegra viðræðna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Golli

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fundaði í morgun þar sem Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, var veitt umboð til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna.

Katrín segist á Facebook-síðu sinni í kvöld hafa í framhaldinu átt „góðan fund með forystufólki þessara flokka. Á honum var ákveðið að fresta ákvörðun um formlegar viðræður til morguns. Við munum því funda aftur seinnipartinn á morgun.“

Katrín segir VG „sem fyrr leggja áherslu á að farið verði í umbætur í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða. Þessar umbætur viljum við fjármagna með arði af auðlindum og réttlátu skattkerfi sem tryggir að aðugustu hópar samfélagsins leggi meira af mörkum en aðrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert