Formenn hittast í stjórnarráðinu

Stjórnarráð Íslands í Lækjargötu.
Stjórnarráð Íslands í Lækjargötu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur boðað formenn þingflokkanna á fund í stjórnarráðinu klukkan 11 í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar verða störf þingsins framundan rædd.

Alþingi verður kallað saman á morgun klukkan 13.30. Þar verður fjárlagafrumvarpið tekið fyrir.

„Það er tíma­bært að Alþingi komi sam­an svo tími gef­ist til þing­legr­ar meðferðar fjár­laga og mála sem þeim tengj­ast. Þótt skamm­ur tími sé til stefnu tel ég að með góðri sam­vinnu verði hægt að ljúka um­fjöll­un um þau á til­sett­um tíma,“ sagði Sig­urður Ingi í tilkynningu sem var send út til fjölmiðla fyrir helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert