Sumarfærð á flestum leiðum

Vegir eru auðir um allt sunnan- og vestanvert landið en þokuloft er á Hellisheiði og Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Dynjandisheiði en annars er greiðfært.

Vegir á Norðurlandi eru að mestu greiðfærir en eitthvað er um hálkubletti á fjallvegum norðaustan til.

Á Austurlandi eru hálkublettir á nokkrum vegum en víðast hvar er alveg greiðfært, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert