Þótti hætta á fleiri ránum

Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík.
Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni, sem grunaður er um að hafa rænt fjögur apótek á síðastliðnum rúmum tveimur mánuðum.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi fram til 28. desember. Þeim úrskurði var þó áfrýjað af verjanda mannsins, en hefur nú verið staðfestur.

Frétt mbl.is: Í gæsluvarðhald til 28. desember

Jón Hall­dór Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is að rann­sókn máls­ins sé á lokastigi. Áframhaldandi varðhalds hafi þá verið óskað vegna almannahagsmuna, þar sem hætta þykir á frekari ránum fái maðurinn að ganga laus.

Huldi and­lit sitt, vopnaður hníf

Fyrsta ránið, sem maður­inn er grunaður um að hafa framið, átti sér stað í bíla­apó­tek­inu í Kópa­vogi 26. sept­em­ber, eins og mbl.is greindi frá sam­dæg­ursMaður sem huldi and­lit sitt kom þar inn vopnaður hníf og ógnaði starfs­fólki, sagði Gunn­ar Hilm­ars­son, aðal­varðstjóri í Kópa­vogi.

Rúm­ur mánuður leið þar til næst var framið rán í apó­teki hér á landi, en það var 5. nóv­em­ber í Suður­veri í Reykja­vík. Þar ógnaði grímu­klædd­ur maður starfs­fólki með hníf, en að sögn lög­reglu hafði maður­inn á brott með sér bæði lyf og pen­inga.

Þá var hann sagður hafa verið í ann­ar­legu ástandi og taldi lög­regla að hann hefði kom­ist í burtu fót­gang­andi.

Síðasta ránið, sem maðurinn er grunaður um að hafa framið, …
Síðasta ránið, sem maðurinn er grunaður um að hafa framið, átti sér stað í Apóteki Suðurnesja.

Stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi

Degi síðar greindi mbl.is frá því að rann­sókn máls­ins væri í járn­um. Lög­regla hafði þá haft einn und­ir grun en sá reynd­ist ekki sek­ur.

Aðeins fjór­um dög­um eft­ir ránið í Suður­veri, eða að kvöldi dags ní­unda nóv­em­ber, var par hand­tekið á flótta eft­ir rán í Apó­teki Ólafs­vík­ur. Var bif­reið pars­ins stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi skammt frá Haffjarðará, en lög­reglu­menn á Akra­nesi höfðu verið kallaðir út til að keyra á móti par­inu og stöðva það, sem þeir gerðu. Kon­an var þá sögð ís­lensk.

Hand­tek­inn á Suður­nesj­um

Ólaf­ur Guðmunds­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi, sagði þá í sam­tali við mbl.is að maður­inn hefði ógnað starfs­fólki apó­teks­ins með hníf og náð að taka á brott með sér lyf.

Loks var maður­inn, ásamt konu, hand­tek­inn eft­ir vopnað rán í Apó­teki Suður­nesja við Hring­braut í Kefla­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert