Hafa ekki dregið uppsagnir til baka

Grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi hafa ekki dregið uppsagnir …
Grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka. mbl.is/Eggert

Rúmlega 80 grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu sem sögðu upp í kjaradeilu kennara fyrir 1. desember hafa ekki dregið uppsögn sína til baka. Í Reykja­nes­bæ sögðu um 40 grunnskólakennara einnig upp sem er um 24% grunn­skóla­kenn­ara í öllu sveit­ar­fé­lag­inu. Þar hafa engar uppsagnir verið dregnar til baka.

Í vikunni munu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ heimsækja alla sex grunnskóla bæjarins og ræða við kennara um hvernig best megi haga vinnu við að bæta framkvæmd vinnumats, ná sátt um starfsumhverfi kennara og létta álagi af þeim. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.  

Þeir átta kenn­ar­ar við Réttarholtsskól­a sem sögðu upp störf­um eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka, að sögn skólastjóra.

Grunnskólakennarar og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga geta nú kosið um nýjan kjarasamning. Kjör­stjórn hjá Kenn­ara­sam­band­inu held­ur utan um kosn­ing­una, sem fer fram á vefn­um og geta grunn­skóla­kenn­ar­ar greitt at­kvæði um samn­ing­inn til klukk­an 16 mánu­dag­inn 12. des­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert