Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Verði þetta að lögum verður þetta gríðarlegt áfall. Þetta mun hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um fjárveitingar til stofnunarinnar miðað við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017.

Hann segir Landhelgisgæsluna hafa orðið fyrir verulegum tekjubresti árið 2016 og þannig verður það áfram á næsta ári. Óskað var eftir 300 milljóna króna aukaframlagi til viðbótar við framlag ársins 2016 en það fæst ekki miðað við fjárlagafrumvarpið.

„Tekjurnar sem við verðum af eru um 700 milljónir þannig að það er mjög auðvelt að sjá að við erum í miklum vanda.“

Frétt mbl.is: Gæsla þarf að draga úr starfsemi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eru að falla fram af brúninni

Georg greinir frá því að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni hafi verið um 30% frá árinu 2009, sem svarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári.

„Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuðum við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.“

Hann segir afleiðingarnar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða.

„Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands,“ segir Georg.

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ná ekki að sinna útköllum

Forstjórinn bætir við að stofnunin muni illa geta farið út á sjó að sækja sjómenn eða aðra sem eru í nauðum þar og að almennt séð nái hún ekki að sinna þeim útköllum sem hún þarf að sinna. Verkefnin hafi aukist gríðarlega með fjölgun ferðamanna og útköll á þyrlu haldist í hendur við þá 30-40% aukningu sem hefur orðið á milli ára í þeim geira. Jafnframt hafi siglingar í kringum landið og innan leitar- og björgunarsvæðis stofnunarinnar aukist mikið. Ekki verði hætt að mæta því miðað við frumvarpið sem núna liggur fyrir.

Nýkjörið þing átti sig á „voðanum“

„Við treystum á nýkjörið þing og reiknum hreinlega með því að menn átti sig á þessum voða sem að okkur steðjar. Þetta eru litlir peningar miðað við það sem er til umráða í þessu þjóðfélagi en þessar 300 milljónir skipta sköpum fyrir okkur til að geta haldið úti lágmarksviðbúnaði vegna öryggisleitar og björgunar. Það eru ekki góð skilaboð fyrir íslenska þjóð að senda út til gesta og annarra sem hingað koma að það sé ekki mögulegt að bjarga fólki ef í nauðirnar rekur,“ segir Georg.

Tugum sagt upp 

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að miðað við óbreyttar fjárveitingar þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári, auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.

Aðspurður segir Georg að ráðast þurfi í verulegar uppsagnir. Gerir hann ráð fyrir einhverjum tugum í því sambandi. „Þar erum við að tala um menn sem er búið að fjárfesta í með öflugum hætti. Þarna erum við að kasta gríðarlegum verðmætum fyrir smáaura.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...