Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Verði þetta að lögum verður þetta gríðarlegt áfall. Þetta mun hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um fjárveitingar til stofnunarinnar miðað við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017.

Hann segir Landhelgisgæsluna hafa orðið fyrir verulegum tekjubresti árið 2016 og þannig verður það áfram á næsta ári. Óskað var eftir 300 milljóna króna aukaframlagi til viðbótar við framlag ársins 2016 en það fæst ekki miðað við fjárlagafrumvarpið.

„Tekjurnar sem við verðum af eru um 700 milljónir þannig að það er mjög auðvelt að sjá að við erum í miklum vanda.“

Frétt mbl.is: Gæsla þarf að draga úr starfsemi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eru að falla fram af brúninni

Georg greinir frá því að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni hafi verið um 30% frá árinu 2009, sem svarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári.

„Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuðum við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.“

Hann segir afleiðingarnar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða.

„Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands,“ segir Georg.

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ná ekki að sinna útköllum

Forstjórinn bætir við að stofnunin muni illa geta farið út á sjó að sækja sjómenn eða aðra sem eru í nauðum þar og að almennt séð nái hún ekki að sinna þeim útköllum sem hún þarf að sinna. Verkefnin hafi aukist gríðarlega með fjölgun ferðamanna og útköll á þyrlu haldist í hendur við þá 30-40% aukningu sem hefur orðið á milli ára í þeim geira. Jafnframt hafi siglingar í kringum landið og innan leitar- og björgunarsvæðis stofnunarinnar aukist mikið. Ekki verði hætt að mæta því miðað við frumvarpið sem núna liggur fyrir.

Nýkjörið þing átti sig á „voðanum“

„Við treystum á nýkjörið þing og reiknum hreinlega með því að menn átti sig á þessum voða sem að okkur steðjar. Þetta eru litlir peningar miðað við það sem er til umráða í þessu þjóðfélagi en þessar 300 milljónir skipta sköpum fyrir okkur til að geta haldið úti lágmarksviðbúnaði vegna öryggisleitar og björgunar. Það eru ekki góð skilaboð fyrir íslenska þjóð að senda út til gesta og annarra sem hingað koma að það sé ekki mögulegt að bjarga fólki ef í nauðirnar rekur,“ segir Georg.

Tugum sagt upp 

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að miðað við óbreyttar fjárveitingar þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári, auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.

Aðspurður segir Georg að ráðast þurfi í verulegar uppsagnir. Gerir hann ráð fyrir einhverjum tugum í því sambandi. „Þar erum við að tala um menn sem er búið að fjárfesta í með öflugum hætti. Þarna erum við að kasta gríðarlegum verðmætum fyrir smáaura.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...