Öryrkjar afhentu þingmönnum óskaskrín

Frá samstöðufundi ÖBÍ við upphaf þingfundar í dag.
Frá samstöðufundi ÖBÍ við upphaf þingfundar í dag. mbl.is/Ófeigur

Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, stóð fyrir samstöðufundi við Alþingishúsið við upphaf þingfundar í dag. Þar voru þingmönnum voru afhent skrín með óskum frá málefnahópum ÖBÍ vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2017.

Meðal annars var vikið að óskum um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgang fatlaðs fólks að námi, afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar, virkt eftirlit með aðgengi að mannvirkjum og að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus.

Þingmönnum voru afhent óskaskrínin við upphaf þingfundar, þar sem óskir ÖBÍ komu fram.

Guðmundur Magnússon, fyrrverandi formaður ÖBÍ, var á meðal þeirra sem …
Guðmundur Magnússon, fyrrverandi formaður ÖBÍ, var á meðal þeirra sem komu að þinghúsinu. mbl.is/Ófeigur
ÖBÍ óskar meðal annars eftir því að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus.
ÖBÍ óskar meðal annars eftir því að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert