Slydda og talsverð rigning í kortunum

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Búast má við talsverðri rigningu eða slyddu á Ströndum á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Veðurspá næsta sólarhringinn gerir annars ráð fyrir hægri austlægri átt á landinu í kvöld en vaxandi norðaustanátt norðvestan til. Þurrt verður að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi en annars dálítil rigning.

Spáð er norðaustan 10-18 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu á norðanverðu landinu á morgun. Hvassast verður á Vestfjörðum og á annesjum norðvestanlands. 

Mun hægari vindur og rigning með köflum verður sunnan heiða á morgun. Einkum á Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 0-8 stig, mildast syðst.

Norðaustan 10-18 og rigning eða slydda á N-verðu landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum og annesjum NV-lands. Mun hægari vindur og rigning með köflum sunnan heiða, einkum á SA-landi. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert