Tilnefningar til Blóðdropans tilkynntar

Bók eftir Jónínu Leósdóttur er tilnefnd til Blóðdropans.
Bók eftir Jónínu Leósdóttur er tilnefnd til Blóðdropans. mbl.is/Golli

Dóm­nefnd Hins ís­lenska glæpa­sagna­fé­lags hef­ur valið fimm glæpasögur ársins 2016 sem eru tilnefndar til glæpasagnaverðlauna félagsins Blóðdropans 2017 fyrir bestu glæpasögu ársins 2016.

Tilnefndar bækur ársins 2016 eru þessar:

Arnaldur Indriðason, Petsamo.
Jónínu Leósdóttir, Konan í blokkinni.
Kristján Atli Ragnarsson, Nýja Breiðholt.
Lilja Sigurðardóttir, Netið.
Ragnar Jónasson, Drungi.

Alls komu 15 glæpasögur út á árinu en í tilkynningu kemur fram að dómnefnd hafi verið vandi á höndum að velja þær fimm sem voru tilnefndar.

Í dómnefnd voru Kristján Jóhann Jónsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Vera Knútsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert