Andlát: Jón maraþonhlaupari

Jón Guðlaugsson maraþonhlaupari.
Jón Guðlaugsson maraþonhlaupari. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jón G. Guðlaugsson maraþonhlaupari er látinn. Jón var fæddur 3. apríl 1926 og lést 4. desember á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.

Hann var fyrstur Íslendinga til að hlaupa löglegt maraþonhlaup árið 1968 og alls tók hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni í 28 skipti og hljóp heilt maraþon í öll skiptin, oftar en nokkur annar. Síðast tók hann þátt árið 2014. Þá hljóp hann 12 hálfmaraþonhlaup, meðal annars við Mývatn, og fjölda annarra víðavangshlaupa á löngum ferli, svo sem gerð er grein fyrir í Afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands.

Síðasta hlaup sem hann tók þátt í var Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta síðastliðinn, þá 90 ára að aldri.

Útför Jóns fer fram 16. desember frá Höfðakapellu á Akureyri.

Jón Guðlaugsson við æfingar á Drottningabrautinni þegar hann æfði fyrir …
Jón Guðlaugsson við æfingar á Drottningabrautinni þegar hann æfði fyrir maraþonhlaup. mbl.is/Kristján Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert