Bjartsýnni og færri án vinnu

Einungis 43% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði.
Einungis 43% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aukinnar bjartsýni gætir meðal launþega í Flóafélögunum svonefndu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar ef borið er saman við eldri kannanir.

Aldrei hafa færri mælst án atvinnu eða á uppsagnarfresti en þrátt fyrir aukna spennu á vinnumarkaði lengist vinnutími fólks ekki almennt.

Könnunin var gerð meðal félagsmanna í fjórum stéttarfélögum á suðvesturhorni landsins með samanlagt tæplega 31 þúsund félagsmenn en þau eru Efling, Hlíf, VSFK í Keflavík og Stéttarfélag Vesturlands.

Fram kemur að meirihluti félagsmanna telur að svigrúm sé til að hækka launin enn frekar. Um þriðjungur svarenda fór í launaviðtal á síðasta ári og af þeim sögðu um 60% að það hefði skilað sér í launahækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.

Í samantekt Eflingar um niðurstöðurnar er á það bent að einungis 43% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði og tæplega 63% svarenda safna séreignarsparnaði núna, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert