Frítt í sund fyrir Sandgerðinga

Frá Sandgerði.
Frá Sandgerði.

Frítt verður í sund fyrir íbúa í Sandgerði og sömuleiðis ókeypis að fá lánaðar bækur á bókasafni bæjarsins. Er þetta á meðal nýjunga í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir tímabilið 2017 til 2020 sem samþykkt hefur verið.

VF greindi fyrst frá málinu. 

Kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar að líkt og undanfarin ár hafi ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar og þau markmið sem sett hafa verið.

Kemur enn fremur fram að áætlunin beri þess merki að lögð sé áhersla á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Í því sambandi er bent á að námsgögn verði foreldrum nemenda grunnskólans að kostnaðarlausu, veittur verður hvatastyrkur að fjárhæð 30 þúsund kr. á barn á aldrinum 4 til 18 ára til íþrótta- og frístundastarfs og niðurgreiðsla til dagforeldra verður 40 þúsund kr. á mánuði miðað við fulla vistun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert