Hælisleitandi enn í lífshættu

Maðurinn dvaldi í húsnæði fyrir hælisleitendur í Víðinesi í nágrenni …
Maðurinn dvaldi í húsnæði fyrir hælisleitendur í Víðinesi í nágrenni Mosfellsbæjar. mbl.is/Árni Sæberg

Ungur karlmaður sem hellti yfir sig bensíni í húsnæði hælisleitenda í Víðinesi í gær og kveikti í er frá Makedóníu. Hann hlaut alvarleg brunasár. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans og í gærkvöldi var hann í lífshættu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum mbl.is í morgun er ástand hans óbreytt.

Frétt mbl.is: Hellti yfir sig bensínin og kveikti í

Áfallat­eymi Rauða kross Íslands var kallað út til að hlúa að íbú­um og starfs­fólki í Víðinesi eftir atburði gærdagsins.

Maðurinn kom hingað til lands fyrir nokkru og sótti um alþjóðlega vernd. Mál hans er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

Fjöldi Makedóníumanna sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi hefur stóraukist síðustu mánuði. Í október sóttu til dæmis 200 manns um slíka vernd og var rúmur helmingur makedónskir ríkisborgarar.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru mál 85 hælisleitenda frá Makedóníu afgreidd hjá Útlendingastofnun. Enginn þeirra fékk vernd hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert