Meint frelsissvipting ekki alvarleg

Rannsókn á meintri frelsisviptingu lýkur í þessari viku eða þeirri …
Rannsókn á meintri frelsisviptingu lýkur í þessari viku eða þeirri næstu.

Allar líkur eru á að rannsókn á meintu frelsissviptingamáli í Fellsmúlanum sem kom upp í byrjun desember verði lokið í þessari viku eða næstu. Maðurinn sem klifraði niður af svölum á fjórðu hæð og niður á þá þriðju og tilkynnti íbúa að hann hefði verið sviptur frelsinu hefur verið yfirheyrður.

Maðurinn, sem er meintur brotaþoli, fór úr bænum og verður yfirheyrður á ný þegar hann kemur aftur til Reykjavíkur.

Málið er ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Maðurinn var á nærbuxunum einum fata en engir alvarlegir áverkar fundust á honum. 

Tveir menn voru handteknir vegna málsins í Fellsmúlanum. Fljótlega kom í ljós að þeir tengdust málinu ekkert og var sleppt. Þessir tveir menn voru á leið úr Fellsmúlanum þegar íbúi í íbúðinni hringdi í lögreglu og grunaði þá um aðild að málinu og voru þeir því handteknir.    

Eftir þetta hófst leit að pari búsettu í íbúðinni sem gaf sig fram um sólarhring síðar. Eftir yfirheyrslu var parinu sleppt aftur. 

Frétt mbl.is: Rann­sókn máls­ins miðar vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert