Segir uppboðshús hafa vitað um fölsun

Composition ’42 eftir Svavar Guðnason til vinstri og til hægri …
Composition ’42 eftir Svavar Guðnason til vinstri og til hægri er sambærilegt verk og selt var á uppboðinu í Danmörku í vikunni.

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, segir óumdeilt að uppboðsfyrirtækið Bruun Rasmussen hafi haft vitneskju um að verk Svavars Guðnasonar sem boðið var upp í fyrradag hafi verið falsað.

Ólafur var viðstaddur uppboð á verkinu og segir um augljósa fölsun að ræða. Verkið var slegið á 30 þúsund danskar krónur. „Það er algjörlega óumdeilt að fyrirtækið Bruun Rasmussen seldi verkið, vitandi að það væri falsað,“ segir Ólafur. Verkið er annað tveggja sem sögð voru eftir Svavar en gerð voru upptæk af lögreglu skömmu áður en til stóð að bjóða þau upp fyrir tveimur árum þar sem grunur lék á fölsun.

Rannsókn málsins dagaði uppi m.a. vegna þess að engin sala fór fram. Verkið fór því að nýju til fyrri eiganda. „Uppboðshúsið hefur allar upplýsingar um að verkið sé falsað,“ segir Ólafur, sem segist hafa gert skýrslu um málið fyrir dönsku lögregluna áður en rannsókn málsins var hætt. Þeirri skýrslu hafi hann ítrekað komið á framfæri, þótt hann hafi ekki gert það við uppboðshúsið sérstaklega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert