Ákærður fyrir 11 milljóna skattabrot

Maðurinn er ákærður fyrir 11,2 milljóna skattalagabrot hjá einkahlutafélagi sem …
Maðurinn er ákærður fyrir 11,2 milljóna skattalagabrot hjá einkahlutafélagi sem hann stýrði árin 2013-2014. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum af embætti héraðssaksóknara með því að hafa sem stjórnarmaður og daglegur stjórnandi einkahlutafélags, sem nú er orðið gjaldþrota, ekki staðið skil á skattgreiðslum upp á 11,2 milljónir. Meint brot áttu sér stað á árunum 2013 til 2014 samkvæmt ákæru í málinu.

Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 3,2 milljónir árið 2013 og 3,75 milljónum árið 2014. Samtals upp á 6,95 milljónir. Þá hafi hann ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2014 upp á 4,2 milljónir. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert