Englar með vængi taka flugið

Örnólfur Thorlacius hefur verið iðinn við kolann og afkastamikill í ...
Örnólfur Thorlacius hefur verið iðinn við kolann og afkastamikill í útgáfu. mbl.is/RAX

Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, hélt upp á 85 ára afmæli sitt í haust og þá lauk hann við að skrifa bók um sögu flugsins, en bók hans, Flugsaga, kom nýverið út hjá bókaútgáfunni Hólum.

Í bókinni rekur Örnólfur söguna í máli og myndum, byrjar á englum og öðrum boðberum, færir sig síðan í stökkflug og loftbelgi, loftskip og svifflugur, og greinir síðan frá þróun í flugvélasmíði og hinum ýmsu gerðum auk þess sem þotur og þyrlur fá sérstaka athygli. Enn fremur er sérkafli um flugsögu Íslands. „Ég fer í gegnum þessi stig, allt frá fyrirbærum eins og englum með vængi að háþróuðum flugvélum,“ segir hann.

Örnólfur segir að bókin sé eðlilegt framhald af bókinni sem hann skrifaði um kafbáta. „Mér fannst að ég gæti haldið áfram og þá lá nokkuð beint við að ég tæki flugvélarnar næst,“ segir hann. Bætir við að hann hafi lengi haft áhuga á flugvélum. „Eins konar flugdella hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hann. Segist hafa lesið mikið um flug og segir að besta bókin um efnið á íslensku hafi verið þýdd úr þýsku og komið út 1934. Hún nái samt ekki lengra og því hafi vantað upp á söguna, meðal annars um þotur og þyrlur. Fyrir tveimur til þremur árum hafi hann byrjað að punkta hjá sér ýmislegt úr flugsögunni og nú sé bókin komin út.

Eftirminnileg flug

Reykjavíkurflugvöllur var sem ævintýraland á uppvaxtarárum Örnólfs. „Á stríðsárunum voru margar flugvélar á vellinum og maður var stöðugt með þær fyrir augunum,“ rifjar hann upp. Orrustuflugvélar hafi verið áberandi og eins nýjar herflugvélar sem komu við frá Bandaríkjunum til þess að taka eldsneyti á leiðinni til Þýskalands.

Fyrsta flugferðin er eftirminnileg. Örnólfur segir að á stríðsárunum hafi hlutlausar vélar verið málaðar rauðar til aðgreiningar frá flugvélum stríðsþjóða. „Eitt sinn bauð afi minn, Kristinn Jónsson, bóndi fyrir norðan, mér og systur minni að vera við sauðburð á býli sínu í Þingeyjarsýslu. Við þekktumst það og fengum frí úr skóla enda var talið að við hefðum meira gagn af því að vera þarna en í skólanum.“ Þau hafi síðan flogið í tvívængja, eins hreyfils, fjögurra sæta vél frá Korpúlfsstöðum að Melgerðismelum. „Næsta flug var eftir að ég fór í nám til Svíþjóðar og settist upp í stóra fjögurra hreyfla flugvél sem flutti mig til Kaupmannahafnar.“

Í bókinni segir Örnólfur frá ýmsum afbrigðum flugs en hann segist ekki hafa hugsað um hvernig hefði verið að búa í flugvélalausum heimi. „Ég hef aldrei hugsað svo langt en það hefði verið talsvert öðruvísi.“

Örnólfur hefur verið mjög afkastamikill, skrifað fjölda kennslubóka, þýtt margar fræðibækur og barnabækur og haft umsjón með útgáfu bóka og bókaflokka auk þess sem hann sá um þáttinn Nýjasta tækni og vísindi í ríkissjónvarpinu um árabil. Hann segist alltaf vera með eitthvað á prjónunum og eiga ýmislegt í smíðum, einkum í líffræði og þá sérstaklega dýrafræði. „Ég basla við ýmislegt, sit ekki við það heldur stunda þetta í hjáverkum,“ segir hann. Spurður hvort bók um skipin sé væntanleg segist hann ekki vita það. „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt, en það gæti orðið eitthvað þannig.“

Kápa Flugsögu Örnólfs Thorlacius.
Kápa Flugsögu Örnólfs Thorlacius. RAX,Rax / Ragnar Axelsson

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...