Hækkuninni beint gegn ferðamönnum

Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru ...
Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru hins vegar í meirihluta þeirra sem kaupa staka sundlaugaferð. mbl.is/Eva Björk

Hækkunum á verði sundlaugaferða í Reykjavík er aðallega beint gegn ferðamönnum, en eftir áramót hækkar verð á stakri sundferð úr 900 kr. í 950.

„Við erum í raun að hækka mjög lítið,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR. „Barnakort og árskort barna hækka ekki neitt. 10 miða kortið, sem selst langmest, hækkar um 2,4% og 20 miða kortið hækkar svipað.“

Frétt mbl.is: Borga 950 kr. í sund eftir áramót

Stakur barnamiði hækkar svo úr 140 kr. í 150 kr., sem svarar til 7,1% hækkunar. „Það kemur svolítið illa út prósentulega, en verðið á þessum miða er búið að vera óbreytt í mörg ár,“ segir Steinþór og bætir við að með því að kaupa skiptakort komist börn upp að 18 ára aldri í sund fyrir 97 kr. í hvert skipti.

Greiða með rekstri sundlauganna

Reykjavíkurborg hækkaði í nóvember í fyrra gjald fyrir staka sundferð fullorðinna úr 650 kr. í 900 kr. og segir Steinþór hækkunina ekki hafa dregið úr á aðsókn að laugunum. Fleiri hafi hins vegar fjárfest í miðakortum, enda sé reynt að hafa verð afsláttarkortanna í lágmarki, en ná þessi í stað inn tekjum af ferðamönnum sem sveitarfélögin hafi annars ekki miklar tekjur af.

Kort/mbl.is

Líkt og töflurnar sýna hefur þeim sem velja að greiða fyrir staka ferð í sund fækkað töluvert frá því í fyrra. Í júlímánuði 2015 nálgaðist fjöldi þeirra sem keypti staka sundferð 40.000, en á sama tíma í ár voru þeir rúmlega 30.000.

Spyrja hvort þeiri eigi ekki að borga fyrir heita vatnið 

Tekjur borgarinnar vegna stakrar sundferða hafa þó hækkað á tímabilinu og námu þannig tæpum 30 milljónum í júlí í ár, miðað við rúmar 20 milljónir á sama tíma í fyrra.

Kort/mbl.is

„Það eru ferðamennirnir sem eru að borga staka gjaldið og við, eins og aðrir, erum að greiða með rekstri sundlauganna. Það er því talið eðlilegt að reyna að ná inn gjaldi af ferðamönnum,“ segir hann. „Þetta er sambærilegt og fyrir sambærilega þjónustu í löndunum í kringum okkur. Þar eru það heimamenn sem kaupa sér afsláttarkortin og njóta góðs af því.“

Steinþór segir þessa áætlun til að fá auknar tekjur af ferðamönnum ganga nokkuð vel eftir. „Þeim finnst þetta ekki vera mikill peningur og hafa jafnvel spurt starfsfólk hvort þeir eigi ekki að borga aukalega fyrir læstan skáp eða allt heita vatnið í sturtunum."

Erlendir ferðamenn 30-35% gesta Laugardalslaugar 

Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Sundhallarinnar, staðfestir að hækkun á verði stakri sundferð hafi ekki dregið úr aðsókn. „Reynslan frá því í fyrra var að þetta hefði mjög lítil neikvæð áhrif á gesti og starfsmenn í afgreiðslu höfðu orð á því að þetta hefði bara gengið vel fyrir sig,“ segir hann.

„Tilfinningin er sú að langflestir þeir sem eru að greiða staka gjaldið eru ferðamenn sem eru að kíkja í laugina í eitt-tvö skipti.“

Logi segir aðsókn að Laugardalslauginni, þar sem á bilinu 30-35% gesta eru erlendir ferðamenn, bara halda áfram að aukast.

Gert er ráð fyrir að aðsókn ferðamanna að Sundhöllinni muni líka aukast næsta haust, þegar taka á nýja útilaug í notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Ræstingavagn
Til sölu Ræstingavagn. kr: 9700,- Keyptur hjá Rekstrarvörum. uppl: 8691204....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...