Hækkuninni beint gegn ferðamönnum

Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru ...
Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru hins vegar í meirihluta þeirra sem kaupa staka sundlaugaferð. mbl.is/Eva Björk

Hækkunum á verði sundlaugaferða í Reykjavík er aðallega beint gegn ferðamönnum, en eftir áramót hækkar verð á stakri sundferð úr 900 kr. í 950.

„Við erum í raun að hækka mjög lítið,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR. „Barnakort og árskort barna hækka ekki neitt. 10 miða kortið, sem selst langmest, hækkar um 2,4% og 20 miða kortið hækkar svipað.“

Frétt mbl.is: Borga 950 kr. í sund eftir áramót

Stakur barnamiði hækkar svo úr 140 kr. í 150 kr., sem svarar til 7,1% hækkunar. „Það kemur svolítið illa út prósentulega, en verðið á þessum miða er búið að vera óbreytt í mörg ár,“ segir Steinþór og bætir við að með því að kaupa skiptakort komist börn upp að 18 ára aldri í sund fyrir 97 kr. í hvert skipti.

Greiða með rekstri sundlauganna

Reykjavíkurborg hækkaði í nóvember í fyrra gjald fyrir staka sundferð fullorðinna úr 650 kr. í 900 kr. og segir Steinþór hækkunina ekki hafa dregið úr á aðsókn að laugunum. Fleiri hafi hins vegar fjárfest í miðakortum, enda sé reynt að hafa verð afsláttarkortanna í lágmarki, en ná þessi í stað inn tekjum af ferðamönnum sem sveitarfélögin hafi annars ekki miklar tekjur af.

Kort/mbl.is

Líkt og töflurnar sýna hefur þeim sem velja að greiða fyrir staka ferð í sund fækkað töluvert frá því í fyrra. Í júlímánuði 2015 nálgaðist fjöldi þeirra sem keypti staka sundferð 40.000, en á sama tíma í ár voru þeir rúmlega 30.000.

Spyrja hvort þeiri eigi ekki að borga fyrir heita vatnið 

Tekjur borgarinnar vegna stakrar sundferða hafa þó hækkað á tímabilinu og námu þannig tæpum 30 milljónum í júlí í ár, miðað við rúmar 20 milljónir á sama tíma í fyrra.

Kort/mbl.is

„Það eru ferðamennirnir sem eru að borga staka gjaldið og við, eins og aðrir, erum að greiða með rekstri sundlauganna. Það er því talið eðlilegt að reyna að ná inn gjaldi af ferðamönnum,“ segir hann. „Þetta er sambærilegt og fyrir sambærilega þjónustu í löndunum í kringum okkur. Þar eru það heimamenn sem kaupa sér afsláttarkortin og njóta góðs af því.“

Steinþór segir þessa áætlun til að fá auknar tekjur af ferðamönnum ganga nokkuð vel eftir. „Þeim finnst þetta ekki vera mikill peningur og hafa jafnvel spurt starfsfólk hvort þeir eigi ekki að borga aukalega fyrir læstan skáp eða allt heita vatnið í sturtunum."

Erlendir ferðamenn 30-35% gesta Laugardalslaugar 

Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Sundhallarinnar, staðfestir að hækkun á verði stakri sundferð hafi ekki dregið úr aðsókn. „Reynslan frá því í fyrra var að þetta hefði mjög lítil neikvæð áhrif á gesti og starfsmenn í afgreiðslu höfðu orð á því að þetta hefði bara gengið vel fyrir sig,“ segir hann.

„Tilfinningin er sú að langflestir þeir sem eru að greiða staka gjaldið eru ferðamenn sem eru að kíkja í laugina í eitt-tvö skipti.“

Logi segir aðsókn að Laugardalslauginni, þar sem á bilinu 30-35% gesta eru erlendir ferðamenn, bara halda áfram að aukast.

Gert er ráð fyrir að aðsókn ferðamanna að Sundhöllinni muni líka aukast næsta haust, þegar taka á nýja útilaug í notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir pylsu-drottning í Bæjarins beztu kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...