Sigmundur boðar til veislu nyrðra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og núverandi oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, sendi SMS á félaga sína í kjördæminu í gær þar sem hann bauð til veislu næsta föstudag. Þann sama dag verður 100 ára afmæli flokksins fagnað í Þjóðleikhúsinu.

Framsóknarmenn sem mbl.is hefur talað við í morgun staðfesta þetta en fyrst var fjallað um málið á vefnum kaffid.is.

Félagi í Framsóknarflokknum sem mbl.is ræddi við í morgun finnst þetta óviðeigandi en vill ekki ganga svo langt að kalla þetta stríðsyfirlýsingu eins og heimildarmenn Kaffis.is. Sá vill ekki láta nafns síns getið.

Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna, sem búsett er á Akureyri, segist í samtali við mbl.is alls ekki líta á boð Sigmundar sem stríðsyfirlýsingu. Hún segir að frekar megi líta svo á að hann sé að sinna sínu kjördæmi. Ekki komist allir á hátíðina fyrir sunnan. Sjálf segist hún ekki ætla að fara suður þar sem flugið sé einfaldlega of dýrt.

Ekki hluti af formlegri dagskrá

Í gær var haldin aðventugleði á vegum Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis fyrir norðan. Sigmundur Davíð afboðaði sig en bauð á sama tíma til 100 ára afmælisveislu flokksins á Akureyri að viku liðinni. Það vill svo til að þá verður aldarafmæli flokksins fagnað í Þjóðleikhúsinu. Hátíðardagskráin í Þjóðleikhúsinu hefst kl. 18 en Sigmundur hefur boðað til sinnar veislu kl. 17. 

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Einar Gunnar Einarsson, staðfestir við mbl.is að veisla Sigmundar sé ekki hluti af formlegri afmælisdagskrá flokksins.

Frétt mbl.is: Gert yrði sem mest úr deginum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert