Forvörður kannar skemmdir á gripum kirkjunnar

Eldurinn kviknaði í horni kirkjunnar, fyrir aftan séra Bolla.
Eldurinn kviknaði í horni kirkjunnar, fyrir aftan séra Bolla. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekki er að sjá að skemmdir hafi orðið á gripum Laufáskirkju í Eyjafirði þegar eldur kom upp í kirkjunni í gær.

Í kirkjunni er altaristafla jafn gömul kirkjunni, 150 ára gömul, og enn eldri prédikunarstóll sem talið er að sé yfir 300 ára gamall. Bolli Pétur Bollason sóknarprestur segir að til öryggis muni forvörður koma frá Þjóðminjasafninu til að líta á gripina.

Laufáskirkja er timburkirkja. Eldur kviknaði í henni um miðjan dag í gær. Brunavarnakerfi er í kirkjunni, tengt Laufásbænum, og var sóknarpresturinn látinn vita. Þegar hann opnaði kirkjuna logaði eldur í lausri rafmagnssnúru í einu horninu og í veggnum þar fyrir ofan. Kirkjan var full af reyk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert