Fólk á átakasvæðum gangi fyrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Forgangsröðum í þágu þeirra sem eru sannarlega á átakasvæðum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni þar sem hún furðar sig á þeirri stöðu sem komin er upp í málefnum hælisleitenda á Íslandi þar sem nokkur hundruð umsóknir um hæli hafa verið lagðar fram á þessu ári af fólki frá Makedóníu og Albaníu. Bendir hún á að þessi ríki séu ekki átakasvæði.

Frétt mbl.is: Fjölgunin vegna framgöngu Alþingis

Ingibjörg segist hafa vissan skilning á því að fólk frá löndunum tveimur leiti að betri lífskjörum annars staðar og að Ísland geti tekið við fleira fólki sem sé í atvinnuleit. Hins vegar sé „fullkomlega óeðlilegt að verja tíma og fjármunum í að skoða hundruðir hælisumsókna frá þessum löndum meðan þúsundir kvenna, karla og barna eru í neyð á átakasvæðum heimsins.“

Hliðstæð sjónarmið koma fram á vefsíðu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann segir að koma þurfi í veg fyrir straum hælisleitenda til landsins frá Makedóníu og Albaníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert