Tekur undir með Ingibjörgu og Birni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi forsætisráðherra, tekur undir með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að afgreiðsla hælisumsókna frá fólki frá átakasvæðum ætti að hafa forgang.

Frétt mbl.is: Fólk á átakasvæðum gangi fyrir

Þetta segir Sigmundur Davíð á Facebook-síðu sinni þar sem hann vísar í fréttir þar sem fjallað er um ummæli þeirra Ingibjargar og Björns. „Rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu og Birni Bjarnasyni,“ segir hann og bætir síðan við: „Þetta kemur hins vegar alls ekki á óvart. Afleiðing af ákvörðunum og lagasetningu sem þeir sem þekkja til reyndu að vara við.“

Ingibjörg Sólrún segir á Facebook--síðu sinni að það væri „fullkomlega óeðlilegt að verja tíma og fjármunum í að skoða hundruðir hælisumsókna frá þessum löndum meðan þúsundir kvenna, karla og barna eru í neyð á átakasvæðum heimsins.“ Tilefnið eru hundruð umsókna um hæli á þessu ári frá fólki frá Makedóníu og Albaníu.

Frétt mbl.is: Fjölgunin vegna framgöngu Alþingis

Ingibjörg Sólrún segist hafa vissan skilning á því að fólk frá Makedóníu og Albaníu leiti að betri lífskjörum annars staðar og að Ísland geti tekið við fleira fólki sem sé í atvinnuleit. Hins vegar væru ríkin tvö ekki átakasvæði. Björn segir að stöðva þurfi straum fólks til landsins frá löndunum tveimur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert