Engin beiðni frá borginni

Þingmaður Reykvíkinga segir að flest sveitarfélög þrýsti á Alþingi að …
Þingmaður Reykvíkinga segir að flest sveitarfélög þrýsti á Alþingi að fá fjármuni í samgöngumannvirki, en borgaryfirvöld hafi tekið öll umferðarmannvirki af skipulagi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er enginn vilji hjá Reykjavíkurborg að fá fjárframlög í þjóðvegi innan borgarmarkanna.“ Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, en hann á sæti í fjárlaganefnd Alþingis.

„Flest ef ekki öll sveitarfélög á landinu eru að þrýsta á um fjármuni til samgöngumannvirkja. Við þingmenn Reykjavíkur höfum verið að þrýsta á samgönguyfirvöld til að bæta umferðina í Reykjavík en borgaryfirvöld hafa tekið öll umferðarmannvirki af skipulagi og því er tilgangslaust að setja fjármuni í verkefni sem ekki er hægt að framkvæma,“ segir Guðlaugur Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nú síðast voru gatnamótin við Reykjanesveg og Bústaðaveg tekin út af skipulagi þrátt fyrir augljósa þörf fyrir úrbætur, að sögn Guðlaugs Þórs. Það sé miður því á þessum gatnamótum hafi margoft skapast vandræðaástand. Þá hafi verið þrýst á borgina að byggja göngubrýr yfir fjölfarnar umferðaræðar, til dæmi Miklubraut, en enginn áhugi hafi verið á því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert