Um 30% gistinátta í landinu eru óskráð

Ferðamenn vð Sólheimajökul.
Ferðamenn vð Sólheimajökul. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Á sama tíma og hugmyndin er að þrefalda gistináttaskattinn er afar mikilvægt að hafa í huga að um 30% allra gistinátta eru óskráð og stór hluti þeirra því undir yfirborðinu.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Í umsögninni er að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, verið að taka undir það sem fram kom í nýlegri skýrslu Íslandsbanka, sem gerði ítarlega greiningu á stöðunni.

„Taka þarf á þessari staðreynd af fullri hörku, tryggja þarf fjármagn í skilvirkara eftirlit og nýta heimildir til sekta. Ef ekkert er að gert, mun „svarta hagkerfið“ eflast sem aldrei fyrr þar sem samkeppnisstaða óskráðra og ólöglegra gististaða eykst enn frekar,“ segir ennfremur um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert