Frumvarpið afgreitt nær óbreytt

Benedikt Jóhannesson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Benedikt Jóhannesson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. mbl.is/Hjörtur

Frumvarp um breyt­ingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í morgun. Lögð er til ein breyting sem er að það sama gildi um lífeyrissjóðinn Brú og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

„Við vorum að afgreiða lífeyrissjóðafrumvarpið á fundi nefndarinnar í morgun,“ segir Benedikt Jóhannesson, þingmaður Viðreisnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Aðspurður segir hann frumvarpið hafa verið afgreitt með lágmarksbreytingum. 

„Það var sett inn ákvæði varðandi lífeyrissjóðinn Brú. Það var svona tæknilegs eðlis um að það sama gildi um hann og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,“ segir Benedikt. Frumvarpið sé að öðru leyti eins en það gengur í framhaldinu til annarrar umræðu á þingi.

Spurður hvenær það verði tekið fyrir á þingfundi segist hann ekki vera með það á hreinu. Búið sé að gefa úr dagskrá fyrir þingfund í dag en hvort henni verði breytt verði að koma í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert