Hefði verið hægt að nota NA/SV-brautina

Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. Brautin sem um ræðir liggur frá Valssvæðinu …
Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. Brautin sem um ræðir liggur frá Valssvæðinu og í suðvestur í átt að Skerjafirði. mbl.is/RAX

Hægt hefði verið að nota eina flugbraut á Reykjavíkurflugvelli núna í dag þótt völlurinn sé að öðru leyti lokaður vegna hliðarvinda. Sú braut er NA/SV-brautin sem snýr upp í vindinn en henni hefur nú verið lokað. Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi nefnir þetta í færslu á Facebook í dag og segir að nú verði menn að vona að útkallssíminn hringi ekki meðan ástandið vari.

Þorkell segir hægt að þakka borgarstjóra, meirihluta borgarstjórnar og skipulagsyfirvöldum borgarinnar, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra fyrir þá ákvörðun að loka flugbrautinni og bendir á að Keflavíkurflugvöllur sé núna einnig lokaður af sömu orsökum. „Svo það liggur fyrir að við komumst ekki einu sinni suður í forgangsútkalli,“ segir Þorkell og bætir við að þar með sé Landspítalinn lokaður fyrir fólk af landsbyggðinni þangað til veðrið gengur niður seinna í kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert