Of margir farþegar um borð

Bátur Gentle Giants við hvalaskoðun á Skjálfanda.
Bátur Gentle Giants við hvalaskoðun á Skjálfanda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt fjóra starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík til greiðslu sekta, þar sem bátar á vegum fyrirtækisins voru með fleiri farþega innanborðs en leyft er samkvæmt reglugerð.

Auk framkvæmdastjóra fyrirtækisins voru þrír stjórnendur bátanna dæmdir til greiðslu sekta. Voru farþegarnir frá því að vera 13 og upp í 18 í þeim tilvikum sem ákært var fyrir.

Í umfjöllun um dóm þennan í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bátarnir höfðu leyfi fyrir 12 farþegum, en um er að ræða svokallaða RIB-báta, eða harðbotna slöngubáta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert