Ekki dauð hefð hjá yngra fólki

„Þetta er allavegana ekki alveg dauð hefð hjá yngra fólkinu ennþá,“ segir Högni Snær Hauksson í fisksali um skötuneyslu þjóðarinnar. Ennþá sé fólk á öllum aldri sem versli sér skötu fyrir Þorláksmessu. Hann segir skötuna í ár vera mjög góða en prófanir á henni hófust snemma í vetur að hans sögn.

Bræðurnir og eyjamennirnir Þórarinn og Sigurður Guðmundssynir voru að versla sér saltfisk í dag til að hafa með skötunni á morgun sem þeir segja algerlega ómissandi á deginum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert