Illa við ameríska jólasveininn

Á árinu hefur Kertasníkir komið til fleiri landa en hann …
Á árinu hefur Kertasníkir komið til fleiri landa en hann hefur tölu á og hjálpað krökkum í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu frátöldu. Teikning/Brian Pilkington

Eins og landsmenn vita hafa jólasveinarnir verið á faraldsfæti upp á síðkastið – og það ekki bara hérlendis því þeir hafa tekið að sér að koma mikilvægum hjálpargögnum til bágstaddra barna um allan heim fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hjálpargögnin hafa Íslendingar útvegað á vefsíðunni sannargjafir.is og þannig gefið börnum og fjölskyldum um allan heim ómetanlegar gjafir.

Kertasníkir, sem gaf börnum á Íslandi í skóinn í nótt, lætur vel af verkefninu og vill meina að frábær þátttaka almennings sem hafi keypt mikið af sönnum gjöfum fyrir jólin hafi breytt gildismati sínu.

„Ég er gamall í hettunni, en er alltaf að læra eitthvað nýtt,“ segir Kertasníkir. „Í þessu samstarfi með UNICEF hef ég séð að mitt framlag getur skipt raunverulegu máli og jafnvel bjargað lífi barna. Við bræðurnir erum hættir að hrekkja og láta illa; nú leggjum við áherslu á sannar gjafir!“

Ljósmynd/UNICEF

Rígur á milli jólasveinategunda

Á árinu hefur Kertasníkir komið til fleiri landa en hann hefur tölu á og hjálpað krökkum í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu frátöldu.

„Við létum Suðurpólinn alveg eiga sig því þar eru engin bágstödd börn til að hjálpa og það sama gildir um Norðurpólinn. Auk þess er mér sagt að ameríski jólasveinninn búi á Norðurpólnum og ég vil ekki taka sénsinn á að hitta hann. Það er óhætt að segja að það andi köldu á milli hans og okkar bræðranna.“

Aðspurður segir Kertasníkir að rígurinn nái langt aftur en margt í fari ameríska jólasveinsins finnst honum ekki ganga upp.

„Við bræðurnir erum af kyni trölla en ameríski jólasveinninn er töfróttur jólakarl. Hann segist fara um allan heim á jólanótt og gefa öllum krökkum gjafir en það þykir mér afar hæpið. Hann er bara einn í þessu, við bræðurnir erum þrettán en rétt náum að dekka Ísland.“ 

Ljósmynd/UNICEF

Sammála um velferð barna

Kertasníkir segir ágreininginn þó fyrst og fremst snúast um aðferðir, en ekki hugmyndafræði. „Við erum sammála um markmiðið: Að hjálpa börnum. Það er það mikilvægasta,“ segir hann.

Hann minnir á að þó að jólin séu að skella á þá verði áfram hægt að kaupa gjafir fyrir öll tilefni á sannargjafir.is.

„Þörfin dvínar ekki þó að við höldum jól. Í vefversluninni er hægt að kaupa gjafir í ýmsum verðflokkum, til dæmis jarðhnetumauk fyrir vannærð börn, teppi sem halda hlýju á börnum á flótta og pakka með bólusetningum. Slíkar gjafir geta til dæmis verið sniðugar ef þú hefur gleymt einhverjum eða vilt senda nýárskveðju. Þannig getur þú reddað þínum málum og bætt líf barna úti í heimi. Er til fallegri gjöf en það?“

„Ég vil segja eitt að lokum,“ bætir Kertasníkir við. „Gleðileg jól!“

Ljósmynd/UNICEF

Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Þeir hafa hins vegar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð. Fólk getur hjálpað jólasveinunum með því að kaupa jólagjöf sem bætir líf barna á vefsíðunni sannargjafir.is

Til að leggja lóð sín á vogarskálarnar birtir mbl.is myndband með jólasveini dagsins á hverjum degi fram að jólum og fylgist með ferðum sveinanna um heiminn.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna og er í einstakri stöðu til að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert